Fara í efni
Mannlíf

Idol-fjör og fögnuður í gær – MYNDIR

„Birkir!“ Augnablikið þegar tilkynnt var að hann færi í úrslitaþáttinn. Fremst eru, frá vinstri: Lísa Kristín Jónasdóttir, móðuramma Birkis, Elvý Guðríður Hreinsdóttir móðir hans og Eyþór Ingi Jónsson, eiginmaður Elvýar, sem fagnaði með tilþrifum. Aftan við Eyþór, í blárri peysu, er Sigríður Waage, föðuramma Birkis Blæs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Fjölskylda og vinir Birkis Blæs Óðinssonar fylgdust grannt með í gærkvöldi þegar hann keppti í undanúrslitum sænsku Idol söngkeppninnar á sjónvarpsstöðinni TV4. Móðir hans, eiginmaður hennar, tveir bræðra Birkis og ömmur hans voru í hópi fólks sem horfðu á þáttinn á stóru tjaldi á veitingastaðnum Vamos við Ráðhústorg á Akureyri. Í Idol-salnum í Stokkhólmi voru Jón Óðinn Waage, faðir Birkis, Inga Björk Harðardóttir, eiginkona hans, og fleiri úr fjölskyldunni. Á báðum stöðum var fagnað vel og innilega, fyrst þegar ljóst var að Birkir kæmist í þriggja manna úrslit og með enn meiri tilþrifum þegar tilkynnt var síðar í þættinum að hann yrði annar tveggja keppenda í úrslitaþættinum eftir viku.

Vel var fagnað og innilega á Vamos, þegar tilkynnt var að Birkir væri kominn í úrslitaþáttinn. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Í Idol-salnum í Stokkhólmi fögnuðu Jón Óðinn Waage, faðir Birkis Blæs, og eiginkona hans, Inga Björk Harðardóttir. Skjáskot af  TV4.