Fara í efni
Mannlíf

Íbúðarhús teiknað af Guðjóni Samúelssyni

Í víðum hvammi suðaustast í skriðufótum Möðrufellshrauns í Eyjafirði stendur m.a. gamalt íbúðarhús, teiknað af engum öðrum en Guðjóni Samúelssyni, sem síðar varð Húsameistari ríkisins. Arnór Bliki Hallmundsson fjallar í dag um það hús í pistlaröð sinni.

„Þegar minnst er á Guðjón Samúelsson koma eflaust stórar og glæstar kirkju- eða skólabyggingar og aðrar opinberar byggingar upp í huga margra. En hann teiknaði, sérstaklega í upphafi ferils síns, einnig mörg smærri og íburðarminni hús m.a. til sveita. Eitt þeirra var íbúðarhús fyrir Jón Jónsson, bónda í Möðrufelli, sem hann teiknaði í janúar 1920. Þá var Guðjón nýkominn frá námi í Danmörku þar sem hann hafði m.a. kynnt sér byggingar á dönskum búgörðum.“

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika