Fara í efni
Mannlíf

Hymnodia: Jólin ekki gleymd og grafin

Ljósmynd: Eyþór Ingi Jónsson

Kammerkórinn Hymnodia boðar jólafrið með jólatónleikum sínum sem að venju verða 22. desember í Akureyrarkirkju. Í nýlegum jólasálmi sem fluttur verður á tónleikunum spyr skáldið: „Eru jólin gleymd og grafin, glysið snauða hjómið eitt?“ Kórinn hljóðritaði verkið nýverið og gaf það út í gær, á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Þorvaldur Örn Davíðsson, organisti, tónskáld og kórstjóri á Akureyri, samdi lagið við ljóð föður síns, séra Davíðs Baldurssonar á Eskifirði. Verkið talar inn í samtímann og hið vofeiflega ástand sem nú er í heiminum og minnir okkur á brýnan boðskap jólanna, hver sem uppruni okkar, trú og viðhorf er, skv. Hymnodiu.

Smellið hér til að hlusta á lagið.