Fara í efni
Mannlíf

Hvíta gerðið endursmíðað

Unnið við að reka niður nýja staura við endursmíði gerðisins. Ef til vill myndi einhver segja að þetta sé sama gerðið bara búið að skipta út timbri og möl. Aðsend mynd.

Hestamannafélagið Léttir og sjálfboðaliðar á vegum félagsins hafa lokið við endursmíði hvítagerðisins í Breiðholtshverfinu. Gerðið var byggt fyrir rúmum 30 árum og þótti mikil búbót á sínum tíma enda var það byggt löngu áður en reiðhallir komu til sögunnar hér.

Með tilkomu gerðisins á sínum tíma batnaði mjög aðstaða til námskeiðahalds og þjálfunar og má segja að þar hafi farið um ófáir gæðingar og knapar á þessum áratugum.

Kominn var tími á endurnýjun og var skipt um allt timbur og ný möl sett í gerðið. Með dyggri aðstoð og tækjum frá Garðverki og Garði og hönnun unnu sjálfboðaliðar á vegum félagsins við málningar- og smíðavinnu undir öruggri verkstjórn Jóns B. Arasonar.

Meðfylgjandi myndir eru frá vinnu sjálfboðaliða Léttis við endursmíði gerðisins.