Hvernig í ósköpunum fara trén að þessu?
Hæstu tré á Íslandi eru um 30 metrar á hæð. Þau eiga það sameiginlegt, með öðrum trjám í heiminum, að ræturnar taka upp vatn sem síðan fer um allt tréð og gufar upp út um laufblöðin. Ráðgátan um vatnsflutninga er yfirskrift nýjasta pistils Sigurðar Arnarsonar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Hann segir: Talið er að fyrstu landplönturnar hafi orðið til fyrir um 400 milljónum ára, fyrir um 375 milljónum ára voru komnar landplöntur sem gátu náð að minnsta kosti 30 metra hæð. Það hefðu þær ekki gert nema með því að hafa leyst vandamálið um vatnsflutninga. Í heiminum eru til tré sem fara létt með þetta þó þau séu meira en 100 metrar á hæð. Ekki nóg með það. Hraði þessara flutninga upp eftir trénu getur verið allt að 15m á klst.
Sigurður spyr: Hvernig í ósköpunum fara trén að þessu?
Smellið hér til að lesa pistilinn.