Fara í efni
Mannlíf

„Hver á að aðlagast hverjum?“

Jón Óðinn Waage, einn pistlahöfunda Akureyri.net, segir í dag fallega sögu í pistli þar sem hann fjallar um unga drengi sem hann þjálfaði í júdó á árum áður. Jón Óðinn var um árabil farsæll þjálfari með afbrigðum og tveir lærisveina hans kepptu á Ólympíuleikum.

„Fyrir 37 árum byrjaði ég að starfa sem júdóþjálfari. Strax í upphafi fékk ég til mín marga stráka sem þrifust ekki sem best í öðrum íþróttum eða í skólanum. Margir þeirra voru sagðir óþægir, frekir, ofbeldisfullir, óalandi og óferjandi ólátabelgir sem þurfti að aga. Sumir voru sagðir feimnir, huglausir, gungur sem þurfti að herða upp í og svo voru það þeir sem voru sagðir skrítnir. Kannski hef ég agað nokkra, hert upp í sumum og hjálpað einhverjum, en aðallega gerðu þeir mér lífið þess virði að lifa því,“ segir hann meðal annars.

Pistill Jóns Óðins