Fara í efni
Mannlíf

Hvaða tré henta fuglum best og af hverju?

„Eitt af því sem laðar margan manninn í skóga landsins eru skógarfuglarnir,“ segir Sigurður Arnarson í upphafi pistils vikunnar í röðinni Tré vikunnar. Þar fjallar Sigurður um fugla og skóga og boðar fleiri pistla um það efni.

„Í þessari grein verður auðvitað minnst á fugla, en kastljósinu er beint að trjánum og hvaða tré henta fuglum best og af hverju. Þetta getur verið gott að hafa í huga við skipulag skóga, til dæmis við sumarbústaðalönd, ef markmiðið er að laða að skógarfugla,“ segir Sigurður. „Rétt er þó að taka það fram að auðvitað eru fuglar í öllum skógum, en sum tré laða að sér fleiri fugla og fuglategundir en önnur. Skógar veita skjól og fæðu sem hentar fuglum prýðilega og sumar tegundir fugla væru ekki hér á landi ef ekki væri fyrir skóga. Eftir því sem skógarnir eru fjölbreyttari, þeim mun meira fuglalíf má vænta að finnist í þeim.“

 
Meira hér: Fuglaskógar