Hvað sýnirðu forríkri, fjarskyldri frænku?
Sigurður Arnarson fjallar í nýjasta pistli í röðinni Tré vikunnar um skóga og ásýnd lands. Ýviður, sem lítið er ræktaður á Íslandi, var til umfjöllunar í pistlinum þar á undan.
Sigurður skrifar meðal annars: „Áður en lengra er haldið langar okkur að biðja þig, lesandi góður, að ímynda þér að við þig hafi samband fjarskyld og forrík frænka frá Vesturheimi. Hún ætlar að koma í stutta ferð til landsins og er með öfluga þyrlu til umráða. Hún vill fá þig til að sýna sér 10 áhugaverða staði á landinu. Fjarlægð og kostnaður skiptir engu máli.“
Í framhaldinu spyr hann hve margir staðanna séu á einhvern hátt skógi vaxnir. „Voru Þingvellir, Skaftafell, Kjarnaskógur, Hallormsstaður, Þórsmörk, Heiðmörk, Leyningshólar, Skógarböðin í Vaðlaskógi, Dimmuborgir eða Ásbyrgi á listanum? Hversu hátt hlutfall þeirra staða sem þú valdir handa frænku þinni eru meira eða minna skógi eða kjarri vaxnir eins og á listanum hér að framan? Samt þekja skógar landsins (kjarr meðtalið) aðeins um 2%.“
Pistillinn Skógar og ásýnd landsins
Pistillinn Ýviður Taxus baccata, L.