Fara í efni
Mannlíf

Hvað ef tegundin maður hyrfi af landinu?

Hvernig gæti jörðin þróast ef tegundin maður hyrfi með öllu af yfirborði hennar? Maður að nafni Alan Weisman velti þessu fyrir sér í bókinni The World Without Us sem kom út árið 2007 Tveimur árum síðar kom bókin út á íslensku í þýðingu Ísaks Harðarsonar og kallaðist Mannlaus veröld.

„Bókin er forvitnileg og vekur upp áleitnar spurningar. Í þessum pistli þrengjum við sjónarhornið og skenkjum því þanka hvernig Ísland gæti orðið ef mannkynið hyrfi af yfirborði landsins,“ skrifar Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar;  stórskemmtilegum og áhugaverðum pistli.

Hvernig yrðu skógar landsins ef maðurinn hyrfi af landinu? spyr Sigurður. „Yrðu hér skógar? Hvað þyrfti til? Að auki er þetta æfing í viðtengingarhætti,“ segir hann!
 

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar