Mannlíf
Hvað ef tegundin maður hyrfi af landinu?
02.10.2024 kl. 10:00
Hvernig gæti jörðin þróast ef tegundin maður hyrfi með öllu af yfirborði hennar? Maður að nafni Alan Weisman velti þessu fyrir sér í bókinni The World Without Us sem kom út árið 2007 Tveimur árum síðar kom bókin út á íslensku í þýðingu Ísaks Harðarsonar og kallaðist Mannlaus veröld.
„Bókin er forvitnileg og vekur upp áleitnar spurningar. Í þessum pistli þrengjum við sjónarhornið og skenkjum því þanka hvernig Ísland gæti orðið ef mannkynið hyrfi af yfirborði landsins,“ skrifar Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar; stórskemmtilegum og áhugaverðum pistli.
Hvernig yrðu skógar landsins ef maðurinn hyrfi af landinu? spyr Sigurður. „Yrðu hér skógar? Hvað þyrfti til? Að auki er þetta æfing í viðtengingarhætti,“ segir hann!
Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar