Hvað á barnið að heita? Um nafnasúpu stafafuru
Fjölmargar trjátegundir er að finna í íslenskum skógum. Sumum þeirra er plantað til að framleiða við, binda kolefni eða til skjólmyndunar á meðan öðrum er plantað til skrauts og yndisauka. Oftast fer þetta saman.
Þannig hefst vikulegur pistill Sigurðar Arnarson í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfiringa.
Hann hefur í pistlum fjallað um allskonar tré út frá fjölbreyttum sjónarhornum og í dag er umfjöllunarefnið eitt af algengari trjám í íslenskri skógrækt. „ Gengur tegundin undir nafninu stafafura eða Pinus contorta. Tegundin hefur verið hér í ræktun frá 1940 þegar fyrstu furunum var plantað í Atlavíkurstekk á Hallormsstað af kvæmi sem kallast Smithers,“ skrifar hann. „Í gegnum tíðina hafa ýmiss nöfn verið notuð á þessa furutegund. Slíkt getur valdið allskonar misskilningi og sem betur fer erum við fyrir löngu búin að sættast á ljómandi fínt nafn. Tréð heitir stafafura og engin ástæða til að breyta því.“
Pistill dagsins: Hvað á barnið að heita? Um nafnasúpu stafafuru