Mannlíf
Hús til mikillar prýði í umhverfinu
11.03.2023 kl. 06:05
Arnór Bliki Hallmundsson skrifar í nýjum pistli um Hús vikunnar um Lundargötu 6 á Akureyri. Húsið var byggt seint á 19. öld en er nú í mjög góðri hirðu, „enda hefur núverandi eigandi einnig gert mikla bragarbót á húsinu og umhverfi þess. Þannig er húsið til mikillar prýði í umhverfinu,“ segir í pistlinum.
Vert er að geta þess að hávaxnasti Íslendingur sem sögur fara af, Jóhann Kristinn Pétursson, Jóhann Svarfdælingur, fæddist í húsinu fyrir liðlega 110 árum, 9. febrúar árið 1913.
Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika.