Mannlíf
Hús dagsins er Lundargata 15
07.09.2022 kl. 14:45
Arnór Bliki Hallmundsson fjallar um Lundargötu 15 í nýjasta pistli í flokknum Hús dagsins. Lundargata 15 er tvílyft timburhús með lágu risi og stendur á háum steyptum kjallara.
Húsið var byggt 1902 af Jósef Jónssyni og Kristínu Einarsdóttur, foreldrum Jóhannesar Jósefssonar; Jóhannesar á Borg, sem kallaður var.
Jóhannes Jósefsson, frægasti íþróttamaður Íslands á sinni tíð, stofnaði Ungmennafélag Akureyrar, fyrsta ungmennafélag landsins, í Lundargötu 15 árið 1906. Til gamans má geta þess að tveimur árum síðar keppti hann fyrstur Íslendinga á Ólympíuleikum; hann varð í fjórða sæti í grísk-rómversku fanga á leikunum í London 1908.
Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika