Fara í efni
Mannlíf

Hrund spyr: Hver á að ala upp barnið mitt?

Fátt jafnast á við það að verða foreldri. Að umvefja krílið ást og sverja að elska og vernda það út fyrir endimörk alheimsins. Undrunin og gleðin yfir öllu sem krílið gerir, þegar það brosir, bablar og tekur fyrstu skrefin. 

Þannig hefst fjórði pistill Hrundar Hlöðversdóttur rithöfundar sem birtist á Akureyri.net í dag. Pistlar Hrundar, þar sem hún fjallar um mennskuna, birtast annan hvern föstudag.

Hrund, sem starfaði lengi sem kennari og skólstjóri, segir meðal annars:

Ábyrgðin er mikil og getur orðið yfirþyrmandi. Get ég verndað afkvæmi mitt fyrir hættum heimsins, veitt því öryggi, ást og umhyggju? Hvernig á ég að fara að því að koma þessum einstaklingi til manns?

Smellið hér til að lesa pistil Hrundar