Fara í efni
Mannlíf

Hrund, Lína langsokkur og kaffiboð fyrir einn

Okkur leiðist öllum einhvern tímann. Spurningin er hvernig við bregðumst við og hvað við gerum þegar okkur leiðist? Þegar manni leiðist þarf maður að finna leiðina að því að að láta sér ekki leiðast.

Þannig hefst annar pistill Hrundar Hlöðversdóttur rithöfundar sem birtist á Akureyri.net í dag. Pistlar Hrundar, þar sem hún fjallar um mennskuna, birtast annan hvern föstudag.

„Leiðist þér ekki að vera ein í nýju landi?“ er spurning sem ég hef oft fengið að heyra að undanförnu. Svarið er „nei, mér leiðist ekki en mér gæti leiðst.“ Ég gæti vorkennt sjálfri mér og látið mér leiðast alla daga en ég er svo blessunarlega laus við það. Einn sunnudag var ég við það að láta mér leiðast. Ég var lengi að koma mér á fætur og uppfull af því að nú væri sunnudagur og þá væru allir á Íslandi að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldum sínum eða vinum.

Hrund spurði sjálfa sig hvað hún ætlað í að gera í því og svaraði sjálfri sér um hæl:

„Ég ætla að halda kaffiboð fyrir einn.“

Annar pistill Hrundar Hlöðversdóttur: Mér leiðist – kaffiboð fyrir einn