Mannlíf
Hrund: Leikur einn af frumþáttum mennskunnar
22.11.2024 kl. 06:00
„Komdu að leika.“
Ég dreg gluggatjöldin frá og hrífst af haustlitunum á stóra eikartrénu. Laufblöðin eru appelsínugul og næstum út í dökk vínrauð. Ég virði þau fyrir mér og í fjarlægð renna þau saman og mynda appelsínugulan borða sem vefst utanum greinarnar. Þá sé ég það.
Þannig hefst 9. pistill Hrundar Hlöðversdóttur rithöfundar og fyrrverandi skólastjóra sem hún skrifar fyrir Akureyri.net um mennskuna.
Ég virði þau fyrir mér og í fjarlægð renna þau saman og mynda appelsínugulan borða sem vefst utanum greinarnar. Þá sé ég það. Laufblöðin eru gullfiskar sem synda á milli greinanna í hægum taktföstum straumi. Synda hringi í kringum tréð og skilja eftir þessa fallegu appelsínugulu haustslikju.
Smellið hér til að lesa pistil Hrundar