Hringrás næringarefna öllum plöntum nauðsyn
Pistill Sigurðar Arnarsonar í flokknum Tré vikunnar fjallar að þessu sinni um hringrás næringarefna í skóginum og hvað gerist ef og þegar þær rofna.
„Til að skógar (og reyndar allur gróður) geti vaxið þarf að uppfylla þarfir plantnanna fyrir ljós, hita, vatn og næringarefni. Fyrstu tvö atriðin eru meðal annars háð geislum sólar en hin tvö atriðin, vatn og næringarefni, eru í endalausri hringrás (meðal annars vegna sólarinnar),“ skrifar Sigurður.
„Áður höfum við fjallað um hringrásir vatns og kolefnis en í þessum pistli beinum við sjónunum að hringrásum næringarefna sem eru öllum plöntum nauðsynleg og ákaflega mikilvægur þáttur í starfi vistkerfa. Misjafnt er eftir tegundum trjáa hvaða kröfur þau gera til ofantaldra þátta en allur gróður vex meira í frjóu landi en ófrjóu.“
Mikilvægt er að hafa í huga að ef þessar hringrásir rofna er voðinn vís en viðhald þeirra tryggir góðan vöxt, segir hann.
Smellið hér til að lesa mjög áhugaverðan pistil Sigurðar.