Fara í efni
Mannlíf

Hólakirkja var 91 árs við lýðveldisstofnun!

Arnór Bliki Hallmundsson fjallar á aðvenunni um kirkjur í Eyjafjarðarsveit í sívinsælum pistlum sínum, Hús dagsins. Í dag birtist pistil hans um Hólakirkju.

Hann skrifar: „Fremstu byggðir Eyjafjarðar kúra undir skjóli brattra hlíða, rúmlega 1000 metra hárra fjalla, Eyjafjarðardals og afdala hans. Skammt norðan við þar sem Torfufellsfjall klýfur Eyjafjarðardalinn eru geysileg framhlaup beggja vegna Eyjafjarðarár. Annars vegar eru það Leyningshólar vestan ár en austan ár og eilítið utar nefnast Hólahólar. Eru þeir kenndir við bæinn og kirkjustaðinn, sem standa við norðurjaðar hólanna. Hins vegar er bæjarnafnið Hólar væntanlega til komið vegna hólanna.“

Arnór Bliki segir síðan:

„Hólar standa við Hólaveg en þar er um að ræða 12 kílómetra veg sem tengir byggðina austanmegin ár (Austurkjálka) við Eyjafjarðarbraut vestri. Að bænum liggur um 80 metra heimreið en frá bæjarhlaðinu eru um 38 kílómetrar til Akureyrar. Á Hólum stendur snotur timburkirkja sem á stórafmæli á þessu ári, 170 ára. Og til þess að setja þennan árafjölda í eitthvert samhengi má nefna, að frá áramótum til 17. júní, eru u.þ.b. 170 dagar. Og fyrst minnst er á þjóðhátíðardaginn má einnig nefna, að við lýðveldisstofnun var Hólakirkja 91 árs!“

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika