Fara í efni
Mannlíf

Hildur Eir: Vont að vera einn í angistinni

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju birti í gær langa, afar persónulega grein á heimasíðu sinni í tilefni þess að í dag er alþjóðlegi baráttudagurinn gegn krabbameini. „Ég ætlaði mér að skrifa örlítinn pistil af því tilefni en enda á því að opinbera hér dagbókina mína frá því í fyrra þegar ég greindist með krabbamein,“ segir hún. 

Hildur er einn pistlahöfunda hér á Akureyri.net. Í stað þess að hún ritaði stuttan pistil í tilefni dagsins varð það að samkomulagi að vísa héðan inn á magnaða grein hennar frá því í gær. Ástæða er til þess að hvetja alla til að gefa sér tíma og lesa greinina.

„Þessi dagbók er frá því að ég greinist og þar til meðferðin hefst, hún er ekki um bataferlið og nýja sjálfið sem hefur fæðst innra með mér og fæðist örugglega innra með öllum sem ganga í gegnum þessa reynslu, hún er ekki um sorgina sem verður þegar maður tekst aftur á við lífið eftir að það tuskar mann til. En þetta er heiðarleg dagbók og gæti gagnast einhverjum miðað við það að reglulega hefur einhver samband við mig sem er nýgreindur með krabba og vantar smá speglun, mér þykir afar vænt um að vera til staðar sem stuðningsaðili því ég veit hvað það er vont að vera einn í angistinni.“

Smellið hér til að lesa grein Hildar Eirar í heild.