Fara í efni
Mannlíf

Hildur Eir minnist Sigmundar geðlæknis

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju og pistlahöfundur hér á Akureyri.net minnist Sigmundar Sigfússonar geðlæknis í pistli dagsins. Sigmundur lést 29. janúar og var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju á mánudaginn.

„Eftirlætis litur Sigmundar var grænn eins og mosinn. Grænn er litur gróandans, litur þroska og vaxtar. Í græna litnum er kyrran, staðfestan, hæglætið, traustið, já náttúran í dýpt sinni. Þegar maður hugsar um manninn Sigmund Sigfússon sér maður fyrir sér fjall, mosagróið visku, í andlitinu gilskorningar reynslunnar. Árniður í þögninni, þögn sem segir meira en þúsund orð, þögn sem segir, ég heyri og skil, þér er óhætt. Og svo birtist bros, glettið, bjart, sólríkt en um leið yfirvegað, sposkt, svolítið eins og lítill lækur sem sprettur óvænt fram við fjallsbrúnina,“ segir Hildur meðal annars.

Pistill Heildar Eirar

Minningargrein starfsfólks geðsviðs SAk