Fara í efni
Mannlíf

Hildur Eir: Lífið, dauðinn og syndin

Ljósmynd af Akureyrarkirkju: Eyþór Ingi Jónsson

„Á undanförnum tveimur árum hefur það verið heilbrigðiskerfið og raunar krabbameinslæknirinn minn sem hafa kennt mér hvað mest um trú mína og jafnvel guðfræði.“

Þannig hefst páskapredikun sem séra Hildur Eir Bolladóttir flutti við messu í Akureyrarkirkju í morgun.

Þegar maður greinist með krabbamein langar mann auðvitað mikið til að fá staðfestingu á því að allt fari nú vel, segir Hildur Eir, en heilbrigðiskerfið hafi kennt henni á umliðnum árum að fólk sé aldrei hólpið. Það eina sem hægt sé að gera sé að temja sér lífsleikni og lífsgleði þrátt fyrir alla þessa óvissu.

„Það er mjög merkilegt, ógnvekjandi en um leið magnað að reyna það á eigin skinni að vera í alvörunni dauðlegur. Staðreyndin er nefnilega sú að þó að við vitum af dauðanum og fylgjum öðru fólki til grafar þá trúum við því í raun ekki í fullri alvöru að við munum sjálf deyja, ekki fyrr en lífi okkar er ógnað. Fram að því vitum við það huglægt að við munum deyja en tengjum ekki að fullu við vitneskjuna með taugakerfi okkar og líðan. Það er mjög magnað fyrir forvitna manneskja eins og mig að upplifa þetta á eigin skinni, þó það sé líka drullu erfitt.“

Smellið hér til að lesa páskapredikun séra Hildar Eirar.

Ljósmynd: Eyþór Ingi Jónsson