Mannlíf
„Hettumáfar“ vissu en gátu ekkert sannað
13.04.2025 kl. 06:00

Flengdumst áfram Eyrarpúkar með vírskot í steinaboga og guðsmildi að ekki hlutust stórslys af. Einn fékk ör í auga og missti og fátt sárara í rass og læri en vírskot af stuttu færi.
Þannig kemst Jóhann Árelíuz að orði í kafla dagsins úr Eyrarpúkanum, bókinni sem Akureyri.net birtir einn kafla úr á hverjum sunnudegi.
Svo kom Svarta María dólandi og voru málin rædd í bróðerni við hettumáfa. Skítt með ljósleysið, örugglega þorparar á ferð. Hjalað við Palla Rist og Gunna Randvers sem vissu sem var en gátu ekki sannað það ...
Pistill dagsins: Uss í görðum