Mannlíf
Heiðar Ástvaldsson og haustdansinn
07.10.2024 kl. 11:30
Haustið merkti að Heiðar Ástvaldsson var kominn í bæinn og þá var arkað upp á efri hæðir Landsbankahússins til að læra að dansa.
Þannig hefst 48. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
Og straumurinn lá þangað, því börnin þyrftu að kunna þetta, enda ekki til þess önnur leið að ná sér í almennilegan maka en að heilla hann í sveiflunni á Hótel KEA, jafnvel bara á fimmtudagskvöldi, fyrir klukkan níu, ef lagið var gott.
Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis