Fara í efni
Mannlíf

Hátt í 250 börn mættu á bangsaspítalann

Hugrún Myrra Brynleifsdóttir, tveggja ára, hugar að bangsanum sínum ásamt Kristjönu Lind Ólafsdóttur, læknanema. Stóra systir, Sigrún Ásta Brynleifsdóttir sem er sjö ára, bíður róleg með sinn veika bangs. Ljósmyndir: Sara Skaptadóttir

Hátt í 250 börn komu með bangsana sína á Heilsugæsluna á Akureyri á laugardaginn þar sem Lýðheilsufélag læknanema sá um Bangsaspítalann. Þetta var í fyrsta skipti sem hann er haldinn á Akureyri og var Melkorka Sverrisdóttir, einn forkólfa skólans, himinlifandi með aðsóknina og hve allt gekk vel.

Tilgangur Bangsaspítalans er að fyrirbyggja hræðslu hjá börnum við lækna og til þess að þjálfa læknanema að eiga samskipti við börn.

Börnin komu með bangsana sína þar sem læknanemi tók á móti þeim, þar segja krakkarnir hvað er að bangsanum og því næst haldið inn á stofu þar sem læknirinn skoðar bagnsann og veitir honum aðhlynningu. Ef bangsarnir voru með brotin bein fóru þeir í röntgen. Nemarnir útskýrðu hvað þau gera allt ferlið og leyfa jafnvel börnunum að hjálpa til með því að hlusta á hjartsláttinn eða kíkja í eyrun.