Fara í efni
Mannlíf

Happdrættisvinningur og örlæti eiginmanns

Séra Svavar Alfreð Jónsson, sjúkrahúsprestur og pistlahöfundur Akureyri.net, datt í lukkupottinn fyrir fáeinum dögum.

„Nú í vikunni fékk ég SMS frá happdrætti þar sem mér var tilkynnt að ég hefði unnið 30.000 kr. vöruúttekt í stórverslun hér í bæ. Gjafakort væri á leiðinni í pósti,“ skrifar hann í nýjum pistli.

„Ég hringdi strax í eiginkonuna, gerði henni viðvart um vinninginn og tók fram að hún fengi að njóta sanngjarns hluta af inneigninni þar sem við værum hjón. Af örlæti mínu stakk ég upp á að sirka einn sjötti af upphæðinni kæmi í hennar hlut.“

Að sögn Svavars brást eiginkonan „ókvæða við þessu rausnarboði“ enda ætti hún miðann sjálf ...

Smellið hér til að lesa pistil Svavars Alfreðs.