Fara í efni
Mannlíf

„Hann á afmæli hann Harry“ – MYNDIR

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Potterdagurinn mikli var haldinn hátíðlegur í gær á Amtsbókasafninu á Akureyri eins og hefð er orðin fyrir. Galdrastrákurinn Harry Potter „fæddist“ á þessum degi árið 1980 – á afmælisdegi höfundar bókanna, J.K. Rowling sem fyrst leit dagsins ljós árið 1965 – en fyrsta bókin kom út 2001.

Fjöldi barna mætti á safnið í gær og tók þátt í skrímslabókasmiðju, ratleik, spurningakeppni og ýmisskonar föndri, og skoðaði sýninguna Töfrum líkast, þar sem ýmsir munir úr galdraheiminum voru til sýnis. Auk þess var hægt að taka myndir af gestum í ljósmyndastúdíói Colin Creevey í kjallara safnsins.