Fara í efni
Mannlíf

Hafnarstræti 86 – Verslunin Eyjafjörður

Sá hluti Hafnarstrætis, sem telst til Miðbæjar er að hluta til nokkuð tvískiptur hvað húsagerðir varðar. Vestanmegin, upp við brekkuna standa 4-7 hæða steinsteypt stórhýsi á borð við Hótel KEA, Amarohúsið og síðast en ekki síst fyrrum höfuðstöðvar KEA á horninu við Kaupangsstræti.

Austan götu eru eldri timburhús í meirihluta og voru flest sannarlega einnig stórhýsi á sínum tíma. Eitt þessara húsa er Hafnarstræti 86, sem löngum hefur kallast Verslunin Eyjafjörður. Húsið reistu byggingameistararnir Sigtryggur Jóhannesson og Jónas Gunnarsson, sumarið 1903 en það mun hafa verið Magnús Sigurðsson, verslunar- og athafnamaður á Grund sem stóð fyrir byggingu hússins. 

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika.