Fara í efni
Mannlíf

Hægjum á Akureyri og aukum lífsgæði

Andrea Hjálmsdóttir og Hrísey, „miðhverfi“ Akureyrar.

Andrea S. Hjálmsdóttir, pistlahöfundar á Akureyri.net, grípur boltann á lofti í pistli dagsins, eftir frétt sem birtist hér í gær, þess efnis að Hríseyingar stefni að því að verða hluti af alþjóðlegu Cittaslow hreyfingunni; verða hæglætisbær.

„Stærð Akureyrar er fullkomin til að vera hæglætisbær. Þegar er lögð áhersla á ansi margt hér í bæ sem hugmyndafræðin byggir á. Það sem þarf að bæta er allt leið að auknum lífsgæðum fyrir íbúa og gesti bæjarins. Annað eyjahverfi Akureyrar, Hrísey, skoðar nú að verða hæglætishverfi – látum ekki þar við sitja heldur skoðum fyrir alvöru að öll Akureyri tileinki sér hæglæti og aukin lífsgæði. Hægjum á Akureyri,“ skrifar Andrea.

Pistill Andreu