Fara í efni
Mannlíf

Guttinn var helst til mikill af sjálfum sér

Enda þótt sumarið liði og komið væri fram á kaldahaust gat Sigrún systir ekki enn þá unað litlum bróður sínum yfirsjónina. 

Þannig hefst 47. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

En hún hafði sumsé fengið þann starfa að fara á þjóðhátíðarsamkunduna niðri á Ráðhústorgi með fjórum árum yngri guttanum og gæta hans í mannfjöldanum. Það væri viturlegt að halda þéttingsfast í fingur hans. Hann þætti jú nokkuð uppátækjasamur. Og helst til mikill af sjálfum sér, eins og það hét.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis