Grundargata 3 – eitt elsta hús Oddeyrar
„Sum hús hafa breyst meira en önnur gegnum tíðina. Grundargata 3 á Oddeyrinni tilheyrir líklega fyrrnefnda hópnum en tíðin sú slagar reyndar hátt í hálfa aðra öld í því tilfelli,“ skrifar Arnór Bliki Hallmundsson í nýjum Hús dagsins pistli.
Húsið var reist 1885-86 af Einari Sveinssyni og Jónatan Jósepssyni. „Það var mögulega síðla í ágúst árið 1885 að Bygginganefnd kom saman á Oddeyri í tilefni af beiðni Einars Sveinssonar um leyfi til að byggja hús á lóð sem hann hafði fengið fyrir norðan hús Ólafs Jónssonar,“ skrifar Arnór Bliki. „Dagsetningu vantar í þessa tilteknu fundargerð bygginganefndar, en næstu tveir fundir á undan eru skráðir 20. og 24. ágúst, 1885. Húsið átti að vera 12x9 álnir (u.þ.b. 7,6x5,7m), 10 álnir frá grunni að „úthýsi Ólafs“ og í beinni línu með íbúðarhúsi og hesthúsi hans að austan. Húsið átti að snúa frá norðri til suðurs. Á næstu árum og áratugum byggðust fleiri hús við götuna í þessari sömu „línu með húsi Ólafs“ og fékk sú gata nafnið Grundargata. Umrætt hús Ólafs Jónssonar brann til grunna árið 1908."
Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika