Fara í efni
Mannlíf

Grund I – stórbruni og enduruppbygging

Arnór Bliki Hallmundsson hefur í síðustu tveimur pistlum í röðinni Hús dagsins fjallað um Magnús Sigurðsson stórbónda á Grund í Eyjafirði, Grundarkirkju og íbúðarhúsið Grund II. Í nýjum, fróðlegum og skemmtilegum pistli, fjallar Arnór Bliki um Grund I.

Magnús hóf að byggja Grund I árið 1909 sunnan við íbúðarhúsið, við vesturjaðar kirkjugarðsins. Snemmsumars 1910 sá fyrir endann á verkinu „en daginn sem síðar varð þjóðhátíðardagur Íslands reið stóráfall yfir,“  segir Arnór Bliki.

„17. júní, sem löngum hefur verið tengdur miklum hátíðahöldum hjá íslensku þjóðinni, var aldeilis ekki hátíðlegur hjá Magnúsi á Grund og hans fólki árið 1910. Um hádegisbilið var nefnilega stórbruni á Grund. Nýjasta stórvirki Magnúsar, stórhýsi, sem þjóna átti sem sláturhús og samkomuhús brann til ösku á um tveimur klukkustundum.“

Magnús lét áfallið ekki á sig fá, hóf endurbyggingu hússins síðar um sumarið upp af steingrunninum. Húsið stendur enn og nefnist Grund I.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika