Mannlíf
Græðgi, óskammfeilni og einstaklingshyggja?
24.08.2024 kl. 06:00
„Hvað gerist svo ef Kanarnir fatta að það er hægt að fá jafnvel miklu meira og ódýrara náttúrukröss í Noregi, á Nýja-Sjálandi, Asóreyjum eða heima á Hawai? Þeir eru reyndar byrjaðir að átta sig á þessu, Evrópubúar líka.“
Aðalsteinn Öfgar hefur orðið í pistli Stefáns Þórs Sæmundssonar sem birtist á Akureyri.net í dag, þeim 12. og síðasta í bili. Túristar og ferðaþjónusta hérlendis er umræðuefni dagsins.
„Náttúru- og svölunarferðir til Noregs eru orðnar miklu vinsælli en ferðir til „the land of ice and snow“. Og ferðamenn eru jafnvel farnir að flykkjast til Finnlands í norðurljósin í stað þess að koma hingað. Svei mér þá, hvort eru það ferðamennirnir eða íslenska ferðaþjónustan sem eru að klikka?“
Smellið hér til að lesa pistil Stefáns Þórs