Mannlíf
Gleðin var við völd á öskudegi – MYNDIR
14.02.2024 kl. 19:00
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Akureyrsk börn voru á ferð og flugi í morgun í tilefni öskudagsins, þessa óópinbera þjóðhátíðardags ungu kynslóðarinnar í bænum við fjörðinn. Sungið var af lífi og sál í fyrirtækjum og stofnunum eins og áratuga hefð er fyrir og söngvurunum ungu var hvarvetna umbunað með gotterí eða öðrum glaðningi.
Söngkeppni var á verslunarmiðstöðinni Glerártorgi þar sem var mikill fjöldi barna lagði leið sína, og þar var „kötturinn“ sleginn úr tunnunni með tilþrifum.