Fara í efni
Mannlíf

Glæsilegt birkitré í Minjasafnsgarðinum

Við Minjasafnið á Akureyri er ljómandi fallegur garður sem á sér merka sögu. Vel má halda því fram að hann sé safngripur í sjálfu sér og í raun ein af perlum safnsins.

Þetta segir Sigurður Arnarson í upphafi nýs pistils í röðinni Tré vikunnar.

Ræktun hófst í Minjasafnsgarðinum um þarsíðustu aldamót og í fyrstu var garðurinn trjáræktarstöð. Sigurður segir vitað hvaða tré er að finna í garðinum en ekki hvaðan einstök tré komu upphaflega. Seinna verður fjallað meira um þennan merkilega garð en í dag segir hann fyrst og fremst frá einu ákveðnu tré í honum.

Smellið hér til að sjá pistil Sigurðar