Mannlíf
Gífurviður – kóngur ástralskrar náttúru
21.08.2024 kl. 11:15
„Suður í Ástralíu er lífríkið um margt framandi fyrir okkur Íslendinga. Á það jafnt við um dýraríkið og gróðurinn,“ segir Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Akureyri.net birtir hluta hvers pistils Sigurðar alla miðvikudaga.
„Það vakti heimsathygli að þegar Friðrik 10. var krýndur konungur Danmerkur þá eignuðust Ástralir sína eigin drottningu í fyrsta skipti í sögunni. María Danadrottning er jú fædd og uppalin í Ástralíu. En Ástralir hafa lengi haft sína áströlsku kónga. Það er gífurviður eða Eucalyptus spp. Þeir eru kóngar ástralskrar náttúru,“ segir Sigurður í kynningu á pistlinum.
Smellið hér til að lesa meira