Fara í efni
Mannlíf

Geoffrey, áttirðu ekki kærustu á Íslandi?

Haustið 1997 var ég á leið til Bristol til ársdvalar en hafði ekki fundið húsnæði þar í borg. Þá voru staddir hjá mér gestir, Mary og Gordon Halfrord sem búa nærri Bristol. Ég hafði á orði að þau mættu láta mig vita ef þau heyrðu af húsnæði miðsvæðis í Bristol.

Þannig hefst enn einn góði pistillinn sem Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar fyrir Akureyri.net. 

Viku síðar hringdi Gordon og sagði að þau hefðu heyrt af lausri íbúð sem ég gæti fengið og ég myndi sennilega ekki trúa því, en eigandinn, Geoffrey Brazier talaði íslensku. Ég hringdi út og viti menn, það stóð heima, ég gæti fengið íbúð á leigu hjá þeim. Við töluðum saman á íslensku. Nokkru síðar hafði ég komið mér fyrir í íbúð Jean og Geoffrey í Bristol.

Geoffrey hafði verið hermaður á Íslandi á árunum 1942-1944 og dvaldi á Akureyri og í Borgarnesi. 

Þau hjónin voru afskaplega elskuleg og ég átti margar góðar stundir með þeim. Í byrjun desember þetta ár, þegar við vorum orðið vel kunnug, spurði ég Geoffrey hvort hann hefði ekki átt kærustu á Íslandi. Hann sagði fátt eins og sönnum herramanni ber að gera en ...

Meira í fallegum pistli Kristínar. Hún er fyrrverandi prófessor við Háskólann á Akureyri. Pistlar hennar birtast á Akureyri.net annan hvern föstudag.