Fara í efni
Mannlíf

Gekk í eldhússtörfin eins og þau væru meðfædd

Eitt sinn var ég unglingur og bjó þá ein hjá pabba mínum, frá 13 ára aldri til tvítugs. Foreldrar mínir skildu þegar ég var 12 ára en yngri systkini mín voru tvö, Tryggvi Þór og Vilborg sem bjuggu hjá mömmu.

Með þessum orðum hefst áhugaverður og fallegur pistill Kristínar Aðalsteinsdóttur sem Akureyri.net birtir í dag.

Ég var nýorðin 13 ára, þegar ég gekk á milli verslana á Laugaveginum í Reykjavík, sem seldu eldhúsvörur og keypti diska, glös, bolla, hnífapör, potta og pönnu í nýja heimilið okkar pabba. Ekki kom hann nálægt þeim innkaupum. En þetta var eftirminnileg og skemmtileg verslunarferð.

Kristín er fyrrverandi prófessor við Háskólann á Akureyri. Pistlar hennar birtast á Akureyri.net annan hvern föstudag.