Mannlíf
Gamli Skóli er „einstakt hús“
30.04.2024 kl. 07:00
Gamli Skóli, sem margir kalla einfaldlega Menntaskólann í daglegu tali, er eitt stærsta og skrautlegasta timburhús Akureyrar, mikið kennileiti sem sést langt að og er samofið sögu virtrar menntastofnunar. Arnór Bliki Hallmundsson fjallar um gamla skólahúsið í nýjum pistli í röðinni Hús dagsins.
Húsið var reist 1904 og gaman að geta þess að í gær, 29. apríl, voru 120 ár síðan Stjórnarráðið samþykkti teikningarnar að húsinu.
Húsið er friðlýst og hlýtur hæsta mögulega varðveislugildi í Húsakönnunn 2016 sem friðlýst bygging. Þar fær Gamli Skóli umsögnina: „Einstakt hús sem hefur mjög hátt varðveislugildi vegna aldurs, byggingarlistar, menningarsögu og staðsetningar.“
Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika