Fara í efni
Mannlíf

Gamli Barnaskólinn – stórglæsilegt hús

„Gamli Barnaskólinn er sannkölluð bæjarprýði og húsið eitt af sérlegum kennileitum bæjarins,“ segir Arnór Bliki Hallmundsson í nýjum ítarlegum og stórfróðlegum pistli í röðinni Hús dagsins. þar sem hann segir frá húsinu fallega á Barðsnefi, þar sem fyrirtækið Enor er nú til húsa.

„Það er ólíkt lágreistara og látlausara en nágranni þess í norðri, Samkomuhúsið, en þessi hús mynda sérlega skemmtilega heild á einum mest áberandi stað bæjarins. Gamli Barnaskólinn er að vísu ekki friðlýst bygging líkt og Samkomuhúsið en hann er að sjálfsögðu aldursfriðaður. Í einni fyrstu formlegu húsakönnun bæjarins sem gefin var út á bók, unnin á fyrri hluta 9. áratugar 20. aldar, voru þessi hús metin sem sérstök varðveisluverð heild.“

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika