Fara í efni
Mannlíf

Gamlar en nýbirtar myndir úr Hrísey

Þjóðminjasafn Íslands birti fyrir skömmu gamlar ljósmyndir úr Hrísey í Sarpi, þeim frábæra vef – því menningarsögulega gagnasafni. Í Sarpi má sjá gífurlegt magn ljósmynda víða af landinu, svo og myndir af munum á fjölda safna víðs vegar um land.

Það var Ingólfur Ásgeir Jóhannesson sem færði Þjóðminjasafninu myndirnar að gjöf. Þær voru í albúmi úr fórum Jóhannesar Kristjánssonar, föður gefanda.

Akureyri.net þykir ástæða til að vekja athygli lesenda á þessum bráðskemmtilegu myndum. Þær tvær sem birtast hér eru á meðal myndanna úr albúmi Jóhannesar. Smellið hér til að sjá þær allar.