Mannlíf
Gamla myndin: veistu hvar þetta er?
14.03.2025 kl. 06:00

Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 227. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, þær vekja jafnan mikil viðbrögð og upplýsingar hafa borist um langflestar.
Hefur þú, lesandi góður, hugmynd um hvar þessi mynd fína mynd er tekin og hverjir mennirnir eru? Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net
- Myndin hér fyrir neðan birtist síðasta föstudag. Hún er tekin við Skíðaskálann í Hveradölum, á Hellisheiði milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Skálinn brann til kaldra kola í janúar 1991. Ekki er ólíklegt að myndina hafi verið tekin um 1950, á sama tíma og mynd númer 149 sem birtist 15. september 2020. Smellið hér til að sjá hana. Þegar hún birtist nefndi lesandi að bíllinn sem er vinstra meginn á þessari mynd væri af gerðinni Mercury, árgerð 1947.