Mannlíf
Gamla myndin: veistu hvar þetta er?
07.02.2025 kl. 06:00

Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 222. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, þær vekja jafnan mikil viðbrögð og upplýsingar hafa borist um langflestar.
Veistu hvar þessi skemmtilega mynd er tekin og jafnvel hvaða fólk er á myndinni? Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net
- Þessi dásamlega mynd hér að neðan birtist fyrir viku. Björn Ingólfsson, fyrrverandi skólastjóri á Grenivík, var ekki lengi að gefa upp nöfn allra og hvar myndin væri tekin. Björn segir:
-
Miðgerði í Dalsmynni um 1927. Fyrir aftan: Guðmundur Halldórsson málari Akureyri (með hatt), Sigríður Kristjánsdóttir Miðgerði, Soffía Kristjánsdóttir Miðgerði, Vilborg Guðmundsdóttir, Sigurhanna Jónsdóttir (móðir Vilborgar og kona Guðmundar). Fyrir framan: Sesselja Björnsdóttir Pálsgerði, Þorvaldur Gíslason Miðgerði, Björn Björnsson Pálsgerði, Hulda Bogadóttir Miðgerði, Jóna Norðfjörð Akureyri, Gísli úr Hrísey, Aðalbjörn Kristjánsson Miðgerði, Vilborg Ívarsdóttir, (móðir Aðalbjörns).