Fara í efni
Mannlíf

Gamla myndin: veistu hvar þetta er?

Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 214. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, flestar hafa vakið mikil viðbrögð og upplýsingar borist um langflestar þeirra.

Hefurðu hugmynd um hvar þessi mynd er tekin og hvaða fólk þetta gæti verið? Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net

    • Myndin hér að neðan birtist fyrir viku. Margir sáu fljótt að þetta er í Borgarnesi og bentu jafnframt á að myndin væri tekin úr Brákarey. Stóra hvíta húsið væri gamla mjólkursamlagshús Mjólkursamlags Borgfirðinga, sem Guðjón Samúelsson teiknaði.
    • Einn lesandi spurði hvort sá lengst til vinstri gæti verið Finnbogi Guðlaugsson og annar kvaðst nokkuð viss um að Óskar Sigvaldason væri lengst til hægri. Hvorugt hefur fengist staðfest.
    • Myndin er líklega tekin á fimmta áratugnum, sagði einn lesandi. Gamla hótelið væri ekki brunnið og það grillti í vatnstankinn á holtinu.