Fara í efni
Mannlíf

Gamla myndin: veistu hvar þetta er?

Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 201. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, flestar hafa vakið mikil viðbrögð og upplýsingar hafa borist um langflestar myndirnar.

Hefurðu hugmynd um hvar mynd dagsins er tekin? Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um staðinn eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net

  • Myndin hér að neðan birtist fyrir viku. Hún er tekin á Akureyri. Þessi reffilegi maður mun vera Jón Pétursson sem fæddist á Akureyri 8. júní 1912 og lést 5. nóvember 2001. Jón var verkamaður og bifreiðastjóri í Vestmannaeyjum og síðar leigubílstjóri í Reykjavík. Á töskunni er gamla póstmerkið með kórónu og lúðri.
  • Myndin er tekin í Fjörunni, í grennd við Nonnahús og Kirkjuhvol, þar sem Minjasafnið er nú til húsa. Stóra húsið næst á myndinni er Bæjarhúsið, þriggja hæða hús sem stóð þar sem gatan Duggufjara er núna.  Einnig sjást Tuliníusarhús og Bryggjuhúsið, steinsnar frá Höepfnersbryggjunni.

Fleiri gamlar myndir frá Minjasafninu á Akureyri er hægt að skoða HÉR