Fjöldi ábendinga um gömlu myndirnar
Margar ábendingar hafa borist Minjasafninu á Akureyri um gömlu ljósmyndirnar sem birst hafa vikulega hér á Akureyri.net eftir að miðillinn var endurvakinn um miðjan nóvember á síðasta ári. Vitað mál er að Íslendingar hafa gífurlegan áhuga á gömlum ljósmyndum, viðbrögðin koma því ekki á óvart en eru samt sem áður afar ánægjuleg.
Enn vantar upplýsingar um nokkrar myndir. Smellið hér til skoða gömlu myndirnar.
Óyggjandi upplýsingar hafa hins vegar borist um níu myndir:
Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu. Myndin birtist 26. nóvember; þarna eru Jón Sveinsson, Nonni, og Jón Norðfjörð árið 1930. Nonni kom þá til landsins í boði ríkisstjórnarinnar í tilefni Alþingishátíðarinnar á Þingvöllum.
Svartárkot í Bárðardal
Verbúð í Þorlákshöfn um 1910
Lundarbrekka í Bárðardal
Rauðhús í Eyjafjarðarsveit
Hyrningur er Hornbrekkuvegur 7 á Ólafsfirði
Þetta er við botn Miðfjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu, við vegamót Norðurlandsvegar og vegarins að Hvammstanga; á myndinni er hesthús við litla verslun, Norðurbraut, sem var þar á fyrri hluta 20. aldar og kalla má fyrstu vegasjoppu á Íslandi.
Hamarskotshamar í Hafnarfirði í fjarska. Ljósmyndarinn stendur á lóð Flensborgarskólans og leikfimiflokkurinn er á skólalóðinni.
Kvíabekkjarkirkja í Ólafsfirði.