Fara í efni
Mannlíf

Gaman að koma fram og þakka fyrir tækifærið

Ragga að rappa fyrir utan Backpackers í sumar.

Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins fer fram í Reykjavík í kvöld. Sigurvegari keppninnar í fyrra var Akureyringurinn Ragga Rix en enginn keppandi tekur þátt í keppninni ár frá félagsmiðstöðvum á Akureyri.

„Í fyrra þá var keppninni breytt í netkosningu vegna covid og er ég gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk þá héðan frá Norðurlandi eystra. Hins vegar finnst mér leiðinlegt að sjá hvað áhugi félagsmiðstöðva á Akureyri er lítill fyrir keppninni í ár. Það er enginn keppandi frá Akureyri að taka þátt í keppninni kvöld,“ segir Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, betur þekkt sem Ragga Rix.

Rappárið hjá Röggu hefur heldur verið viðburðarríkt en sigurinnn í rappkeppninni opnaði ýmsar dyr fyrir henni. Hún kom fram á ýmsum viðburðum á Akureyri á árinu en að hennar sögn var hápunkturinn að fá að hita upp fyrir Reykjavíkurdætur á Græna Hattinum og fá að rappa á hátíðinni Einni með öllu um Verslunarmannahelgina.

„Ég hef haldið áfram að semja og rappa eftir sigurinn og það verður gaman að fá að koma fram á keppninni í kvöld sem sigurvegari síðasta árs og fá þannig að þakka fyrir þetta tækifæri sem Rímnaflæði gaf mér.“

Smellið hér til að sjá Röggu Rix á youtube