Gæði veðurs og stopult veðurminni fólks
„Eins og alkunna er þá er það sérstök þjóðaríþrótt á Íslandi að tala um veðrið. Aftur á móti er veðurminni manna ekki endilega í samræmi við þennan almenna áhuga,“ segir Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar.
Sigurður segir m.a. frá mælikvarða á gæði íslenskra sumra sem Vilhjálmur Lúðvíksson kynnti til sögunnar í fróðlegum greinum í Garðyrkjuritinu um áhrif hitastigs á gróður. Þar er byggt á hugmyndum Trausta Jónssonar, veðurfræðings, sem byggir gæðakvarðann á fjórum daglegum mælingum á hitastigi, úrkomu og sólskini á hverjum einasta degi í júní, júlí og ágúst.
Sigurður segir einnig frá því að Bergsveinn Þórsson, starfsmaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, hafi í mörg ár stundað þá íþrótt að skoða veðurfarsgögn sem segja meira til um gæði veðursins en stopult minni fólks. Hann birtir línurit sem Bergsveinn hefur gert „og segja sína sögu um sumarið í sumar.“
Smellið hér til að sjá pistil Sigurðar