Fara í efni
Mannlíf

Fyrstur kemur, fyrstur fær – miða á Ara Eldjárn

Margt hefur verið í boði í menningarhúsinu Hofi á aðventunni, og raunar víðar um bæinn; tónleikar, sýningar og sitthvað fleira, og aðsókn víðast hvar mjög góð. Uppistandarinn Ari Eldjárn verður með tvær sýningar í Hofi annað kvöld, uppselt er á aðra en hafi einhver í huga að komast á hina er eins gott að hafa hraðar hendur: skondið var að skoða stöðuna á vefsíðu Menningarfélags Akureyrar í morgun því tveir miðar voru þá óseldir á seinni sýningu Ara, eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti. Annar miðinn er í endasæti á aftasta bekk á svölum, hinn í sæti 9 á 7. bekk.