Fara í efni
Mannlíf

Fyrsta skipulagða fjölbýlishúsið?

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar í nýjum pistli í röðinni Hús dagsins um Gránufélagsgötu 39-41, sem hann kallar Sambygginguna.

„Kannski halda einhverjir, að Akureyrarbær, byggingafélag eða verktakar hafi byggt Sambygginguna, en svo var nú ekki. Enda þótt húsið sé þrískipt, hús nr. 39 vestast, 41a í miðjunni og 41 austast reistu tveir einstaklingar húsið,“ skrifar Arnór Bliki, sem segir þetta væntanlega fyrsta skipulagða fjölbýlishús Akureyrar. 

Guðjóni Samúelsson, húsameistari ríkisins, er e.t.v. þekktastur fyrir hinar ýmsu opinberar byggingar, kirkjur og skólahús, og ber þar kannski helst að nefna Hallgrímskirkju, Akureyrarkirkju og aðalbyggingu Háskóla Íslands. En Guðjón er einnig höfundur fyrsta skipulags, sem unnið var fyrir Akureyri, og samþykkt var árið 1927, eins og Arnór Bliki rifjar upp. Miðbær Akureyrar sé að miklu leyti byggður eftir þessu skipulagi, sem og gatnaskipulag Oddeyrar og neðri hluti Brekkunnar. Skipulag þetta gerði ráð fyrir miklum randbyggingum; röðum fjölbýlishúsa með görðum og torgum á milli, á Eyrinni en aðeins muni þrjú hús á Oddeyrarsvæðinu reist beinlínis eftir þessu skipulagi.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika.