Fara í efni
Mannlíf

Frægasta íslenska jólatréð í ár?

Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, ásamt feðgunum Bradley og Barney Walsh.

Fura úr Laugalandsskógi er hugsanlega frægasta íslenska jólatréð í ár! Breskir sjónvarpsmenn, fegðarnir Bradley og Barney Walsh, voru á meðal fjölmargra sem hjuggu sér tré í skóginum á Þelamörk og var atriðið sýnt á aðfangadagskvöld á sjónvarpsstöðinni ITV. Talið er líklega að um 20 milljónir hafi horft á þáttinn.

Greint er frá heimsókn feðganna og fylgdarliðs þeirra á Facebook síðu Skógræktarfélags Eyfirðinga í dag:

„Frægasta jólafuran?

Á aðventunni voru feðgarnir Bradley og Barney Walsh meðal þeirra fjölmörgu sem heimsóttu Laugalandsskóg til að höggva sitt eigið jólatré.

Athöfnin var tekin upp á video sem sýnt var í þættinum Bradley and Barney : Breaking Dad at Christmas á sjónvarpsstöðinni ITV í Bretlandi á sjálft aðfangadagskvöld en reiknað er með að um 20 milljón manns hafi fylgst með gjörningnum. Þeir feðgar ásamt fylgdarliði sem taldi um 40 manns, voru afar viðkunnanlegir og viðræðugóðir, sungu jólalögin og þáðu að sjálfsögðu rjúkandi ketilkaffiog popp þegar draumatréð var fundið.

Þessi knáa eyfirska stafafura hefur semsagt lagt heiminn að fótum sér og fyrir ykkur sem eigið nú furu af Þelamörkinni í stofunni heima, bíðið með að senda hana til kurlunar eftir jól, hún gæti hækkað í verði í janúar!“