Fara í efni
Mannlíf

Fornar og horfnar beykitegundir

Í íslenskum jarðlögum frá því fyrir ísöld hafa fundist leifar ýmissa trjáa sem ekki vaxa villtar á landinu í dag. Meðal þeirra trjáa sem fundist hafa eru tré af ættkvísl beykitrjáa eða Fagus spp. Eldri heimildir greina frá því að hér á landi mætti telja allt að sex eða sjö tegundir beykitrjáa á tertíer en nú eru tegundirnar taldar hafa verið tvær.

„Það sem merkilegra er að þær eru skýrt afmarkaðar í tíma. Eftir að önnur þeirra hvarf úr setlögum leið langur tími þar sem engin merki eru um beykitré hér á landi. Svo birtist hin!“ segir Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar þar sem hann fjallar um þessar tvær fornu en horfnu beykitegundir.

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar